Reiðtúr

Reiðtúr – Íslenski Hesturinn

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu ætlum við að bjóða landsmönnum upp á hressandi útreiðartúra á sérverði. Bókanir og nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Hressandi og gott fyrir mótvarnarkerfið, skemmtileg útivera og hreyfing á frábærum hestum í fallegu umhverfi.

Verð*

8.500kr

 • Bókunarbeiðnir Allar bókunarbeiðnir verða að vera staðfestar af okkur í gegnum tölvupóst eða síma fyrirfram (eftir að bókun er send í gegnum kerfið hér að ofan)
 • Hafa samband Sími: 434 7979 eða info@islenskihesturinn.is ef þarf, sérstaklega bókanir á síðustu stundu
 • Nálgunartilmæli Landlæknis Hestar verða tilbúnir og allir þátttakendur beðnir um að halda almennum nálgunartilmælum Landlæknis
 • Hestar Verða tilbúnir útí gerði þegar túr byrjar fyrir alla þátttakendur
 • Dagsetningar og tímar Tímar og dagssetningar verða sett inn á síðuna jafnóðum, en einnig má senda tölvupóst til að spyrja um ákveðna daga og tíma
 • Lengd túrs Ca. 1,5-2 klst í allt
 • Aldurstakmark 12 ára og eldri, 16 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum reiðmanni
 • Fyrir allar bókunarbeiðnir með minna en 12 klst fyrirvara Vinsamlega hafið líka samband í síma 434 7979
 • * Greiðsla Millifærsla, nánari upplýsingar í tölvupósti við staðfestingu túrs - vegna aðstæðna eru túrar greiddir sama dag eða deginum á undan
 • Fatnaður Vinsamlega komið með eigin hanska (ekki vettlinga) og klæðið ykkur eftir veðri, tilbúin að fara beint á bak í íslenskri veðráttu
 • Hjálmar Sótthreinsaðir reiðhjálmar á staðnum
 • Practical info: Itinerary for tours and FAQ