Ábyrg ferðaþjónusta

Íslenski Hesturinn – The Icelandic Horse tekur virkan þátt í mótun og þróun íslenskrar ferðaþjónustu og viðurkennir skyldur sínar og ábyrgð þegar kemur að því að leita framþróunar og lausna.

Við leggjum okkar af mörkum til þess að lágmarka þau áhrif sem við höfum á umhverfið og eigum í nánu samstarfi við aðila innan ferðaþjónustunnar, aðila í okkar nærumhverfi, starfsmenn og samstarfsaðila.

Starfsmenn fyrirtækisins eru allir með fasta búsetu á Íslandi og fyrirtækið fylgir lögum og réttindum varðandi kjarasamninga gagnvart starfsmönnum.

Þeir sem velja reiðtúr hjá okkur ýta um leið undir innlendan atvinnurekstur.

Við leggjum mikla áherslu á öryggismál bæði gesta og strafsfólks. Þetta er gert með upplýsingun, kynningu, fagmennsku, menntun starfsfólks, þekkingu og regluverki innan fyrirtækisins.

Kynning á Íslandi og íslenska hestinum hafa starfsmenn fyrirtækisins valið að gera að ævistarfi. Þetta gerum við í einlægri virðingu og væntumþykju og er umgengni okkar við náttúru Íslands, hestana og gestina í sönnum takti við það. Hver einasti túr er leiddur af fagmenntuðum leiðsögumanni sem býr yfir þekkingu á náttúru Íslands og umhverfismálum. Við fylgjum alltaf reiðstígum eða slóðum og virðum og pössum uppá viðkvæmt landið. Af margra ára reynslu þekkjum við mismunandi ástand náttúrunnar eftir veðurfari og árstíðum.

Rusl og grjót týnum við upp þegar tækifæri gefst bæði í nærumhverfi og einnig út á reiðgötum lengra frá.
Þar sem náttúra Íslands er bæði þekkingar – og áhugasvið starfsmanna fyrirtækisins þá rennur okkur blóðið til skyldunnar og upplýsum alla okkar gesti því ávallt um umhverfismál og þætti er viðkoma viðkvæmri náttúru Íslands.

Innan fyrirtækisins er mikill áhugi á umhverfismálum þannig að okkur er í lófa lagið að breyta rétt og beita okkur á þeim vettvangi.

Markmið okkar þó alltaf að gera betur.

Fyrirtækið var stofnað af hjónunum Beggu Rist og Sveini Atla Gunnarssyni árið 2010.